Erlent

Fárviðri kostaði tíu manns lífið

Björgunarstarf í Hvíta-Rússlandi
Aðstoða þurfti aldrað fólk við að komast leiðar sinnar.fréttablaðið/AP
Björgunarstarf í Hvíta-Rússlandi Aðstoða þurfti aldrað fólk við að komast leiðar sinnar.fréttablaðið/AP
Mikið óveður í Evrópulöndum síðustu daga varð sjö manns að bana í Póllandi, tveimur í Tékklandi og einum í Þýskalandi.

Í Póllandi urðu dauðsföllin á fimmtudagskvöld þegar mikið hvassviðri reið yfir. Einna verst varð ástandið í kringum borgina Wroclaw í suðaustanverðu Póllandi, þar sem raforkulínur slitnuðu. Í Tékklandi lést eldri kona og maður á þrítugsaldri drukknaði. Lík hans fannst suður af Prag í gær.

Í Þýskalandi missti ökumaður stjórn á bifreið sinni í úrhellisrigningu og ók á vegrið.- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×