Erlent

Japanar liggja í ímyndarráðgjöf fyrir kosningar

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Auglýsingar frambjóðenda eru orðnar fyrirferðarmiklar á veggjum í Tókýó.
Auglýsingar frambjóðenda eru orðnar fyrirferðarmiklar á veggjum í Tókýó.

Undirbúningur þingkosninganna í Japan einkennist af því að frambjóðendur keppast við að ráða sér almannatengslaráðgjafa, sem semja fyrir þá vígorð og ráðleggja þeim um hvernig megi temja sér persónulegri og hlýlegri framkomu, eitthvað sem japanskur almenningur kannast almennt lítið við í fasi stjórnmálamanna sinna. Meðal ráðgjafanna eru menn sem lagt hafa sig í líma við að kynna sér bandaríska kosningabaráttu. Kosningarnar verða haldnar í lok ágúst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×