Erlent

Bandarískir ríkisborgarar grunaðir um aðild að hryðjuverkum

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint, en sýnir hermenn í Mið-Austurlöndum.
Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint, en sýnir hermenn í Mið-Austurlöndum.
Búið er að handtaka sjö Bandaríkjamenn í Norður Karólínu grunaða um undirbúning hryðjuverka.

Þeir hafa nú verið ákærðir fyrir samsæri um ýmis konar árásir erlendis og stuðning við hryðjuverkamenn, að því er kemur fram á fréttavef breska ríkissjónvarpsins.

Einn mannanna, hinn þrjátíu og níu ára gamli Daniel Boyd, er bandarískur ríkisborgari sem hlaut þjálfun í Afghanistan og barðist þar árin 1989 til 1992.

Þegar hann sneri aftur til Bandaríkjanna mun hann hafa fengið aðra til liðs við sig um að fremja hryðjuverk í öðrum löndum.

Honum er gefið að sök að hafa undanfarin þrjú ár undirbúið heilagt stríð og gert ungum mönnum kleift að ferðast erlendis til að berjast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×