Erlent

Ekkert tilboð barst í Watergate hótelið í Washington

Óli Tynes skrifar
Watergate hótelið.
Watergate hótelið.
Ekkert tilboð fékkst í hið sögufræga Watergate hótel í Washington þegar reynt var að selja það á uppboði. Innbrot í hótelið varð til þess að Richard Nixon neyddist til að láta af embætti forseta Bandaríkjanna á sínum tíma.

Það voru lánardrottnar sem reyndu að selja hótelið. Uppboðshaldarinn lagði upp með tuttugu og fimm milljónir dollara en því boði tók enginn hvað þá að það væri hækkað. Lánardrottnarnir sitja því uppi með Watergate enn um sinn.

Watergate á sér sess í pólitískri sögu Bandaríkjanna. Á þjóðhátíðardegi Íslands árið 1972 fór lítill hópur innbrotsþjófa þar inn og braust inn á skrifstofu demokrataflokksins. Republikaninn Richard Nixon var þá forseti.

Þjófarnir voru gripnir og það var upphafið á miklu pólitísku dramaspili sem lauk með því að Nixon sagði af sér embætti.

Richard Nixon er eini forseti Bandaríkjanna sem sagt hefur af sér embætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×