Erlent

Faraldurinn á byrjunarreit

Viðbrögðin skipulögð Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, átti fund með starfsmönnum heilbrigðisyfirvalda í gær.fréttablaðið/AP
Viðbrögðin skipulögð Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, átti fund með starfsmönnum heilbrigðisyfirvalda í gær.fréttablaðið/AP
Líklegt þykir að yfir hundrað þúsund manns hafi smitast af svínaflensu í Bretlandi og hefur smituðum fjölgað um helming nú í vikunni. Í Bandaríkjunum er talið að fjöldi þeirra sem hafa smitast sé kominn yfir milljón.

Keiji Fukuda, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar WHO, segir að faraldurinn sé enn á byrjunarreit. Stofnunin hefur áður sagt líklegt að á næstu tveimur árum muni allt að tveir milljarðar manna smitast, eða nærri þriðji hver jarðarbúi.

„Þótt hundruð þúsunda eða jafnvel milljónir smitist, þá erum við samt á byrjunarstigi heimsfaraldursins," sagði Fukuda.

Víða um heim eru stjórnvöld að grípa til ráðstafana til að hægja á útbreiðslu faraldursins. Í Sádi-Arabíu var til dæmis ákveðið að banna börnum, öldruðum og langveiku fólki að fara í pílagrímaför til helgu borgarinnar Mekka í ár.

Af Evrópuríkjum er faraldurinn lengst á veg kominn í Bretlandi. Um þrjátíu manns eru látnir þar í landi. Stjórnvöld þar hafa nú áhyggjur af því hvort heilbrigðiskerfið anni þeim verkefnum sem flensan kallar á. - gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×