Erlent

Minnkun jökla sést vel úr geimstöðinni

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Fáir ættu að vera í betri aðstöðu til að fylgjast með stærð jökla.
Fáir ættu að vera í betri aðstöðu til að fylgjast með stærð jökla. MYND/NASA

Minnkun jökla og annarra ísi lagðra svæða á jörðinni sést greinilega frá Alþjóðlegu geimstöðinni. Kanadíski geimfarinn Bob Thirsk, sem þar dvelur, sagði á blaðamannafundi, sem fór fram með aðstoð fjarskipta í gær, að hann sæi greinilegan mun á jöklunum frá því að hann dvaldi síðast í geimstöðinni fyrir 12 árum. Þröngt er nú á þingi í stöðinni á meðan áhöfn geimskutlunnar Endeavour dvelur þar og eru alls 12 manns á staðnum. Endeavour leggur af stað heim á morgun og er áætlað að hún lendi á föstudaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×