Erlent

Vísað úr landi vegna meintra hryðjuverkatengsla

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Dönsk yfirvöld hafa vísað tæplega fertugum íröskum múslima úr landi vegna gruns um að hann hafi tengsl við hryðjuverkasamtök. Í viðtali við danska blaðið Politiken segja vinir mannsins frá því að þeir hafi haft vitneskju um að hann hafi verið handtekinn í Írak árið 2005 vegna tengsla við hryðjuverkamenn. Hryðjuverkadeild dönsku lögreglunnar telur líklegt að maðurinn ógni öryggi landsins en neitaði að öðru leyti að tjá sig við danska fjölmiðla um málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×