Erlent

Palin lét af embætti í gær

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Sarah Palin í framboðsslagnum í fyrrahaust.
Sarah Palin í framboðsslagnum í fyrrahaust. MYND/AP

Sarah Palin, ríkisstjóri Alaska og varaforsetaframbjóðandi Repúblikana fyrir síðustu forsetakosningar, lét af embætti sínu í gær og hefur Sean Parnell vararíkisstjóri nú tekið sæti hennar. Óljóst er hvað Palin hyggst taka sér fyrir hendur en samherjar hennar innan Repúblikanaflokksins gagnrýna hana fyrir að hverfa frá embætti sínu nú, þegar innan við eitt og hálft ár er eftir af kjörtímabili hennar. Getgátur eru uppi um að Palin hyggi á forsetaframboð árið 2012 og vilji helga sig undirbúningi þess. Þá hefur hún gert milljónasamning um ritun sjálfsævisögu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×