Erlent

Hamborgarar bannaðir á nýjum skyndibitastað í N-Kóreu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Leiðtoginn leggur blátt bann við því að veitingastaðir landsins gerist of amerískir.
Leiðtoginn leggur blátt bann við því að veitingastaðir landsins gerist of amerískir.

Norður-Kóreumenn geta nú loksins keypt sér skyndibita að vestrænum hætti í höfuðborginni Pyongyang en þar hefur fyrsti skyndibitastaður landsins, sem sniðinn er að amerískum háttum, nú opnað. Sá hængur er þó á að stranglega er bannað að nefna hamborgara, það þykir of amerískt að mati herforingjastjórnarinnar. Á matseðlinum er því að finna „nautahakk í brauði" og þannig sneitt hjá hættulegum vestrænum áhrifum. Ekki er lengra síðan en í mars að Kim Jong-il leyfði ítalskan veitingastað í landinu og leit fyrsta norðurkóreska pizzan þar dagsins ljós.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×