Erlent

Sonur bin Ladens líklega fallinn

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Osama bin Laden.
Osama bin Laden. MYND/AP

Líklegt þykir að Sa'ad, sonur Osama bin Laden, hafi látið lífið í árás ómannaðrar orrustuflugvélar í Pakistan snemma á þessu ári. Ríkisútvarp Bandaríkjanna hefur þetta eftir ónefndum hátt settum embættismanni innan leyniþjónustu landsins. Lét sá hafa það eftir sér að leyniþjónustan teldi um það bil 85 prósent líkur á því að Sa'ad bin Laden hefði fallið í árásinni sem þó hefði ekki verið til höfuðs honum. Hann hafi einfaldlega verið á röngum stað á röngum tíma. Tæplega 500 manns hafa fallið í árásum fjarstýrðra flugvéla Bandaríkjahers í Pakistan frá upphafi ársins 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×