Erlent

Kjör breskra ellilífeyrisþega með þeim verstu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Setið við reiknivélina. Þriðjungur breskra ellilífeyrisþega á mjög erfitt með að ná endum saman.
Setið við reiknivélina. Þriðjungur breskra ellilífeyrisþega á mjög erfitt með að ná endum saman.

Næstum því þriðjungur breskra ellilífeyrisþega býr við kjör sem teljast undir fátæktarmörkum og er ástandið þar mun verra en það sem að meðaltali telst eðlilegt innan Evrópusambandsins. Hlutfallið er sambærilegt við það sem gerist í Litháen en meðal þeirra þjóða sem standa betur að þessu leyti eru Pólverjar og Rúmenar. Fjármálahrunið ræður þarna miklu um en fjöldi breskra ellilífeyrisþega hafði varðveitt ævisparnaðinn í sjóðum sem rýrnuðu töluvert í hruninu. Kannanir sýna að einn af hverjum fimm Bretum, sem komnir eru yfir sextugt, sleppa úr einni máltíð á dag til að láta enda ná saman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×