Erlent

Gordon Brown með Winehouse í spilaranum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Tónlist söngkonunnar Amy Winehouse er meðal þess sem er að finna í iPod-spilara Gordons Brown, forsætisráðherra Bretlands. Þetta játaði Brown fyrir skólabörnum í velsku höfuðborginni Cardiff þar sem hann var staddur í heimsókn í gær. Hann sagði að börn hans hrifust mjög af Winehouse og hefðu þau beðið hann að hlaða tónlist hennar niður í spilarann. Að auki sagðist Brown geyma þar tónlist Beethovens, Bach og Bítlanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×