Erlent

Börn á leikskólaaldri skutu systkini sín

Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Tvö börn á leikskólaaldri skutu og særðu önnur börn í tveimur tilvikum í Bandaríkjunum. Þriggja ára drengur skaut fjögurra ára gamlan bróður sinn í Gray Court í Suður Karólínu, með 22 kalíbera skammbyssu á fimmtudag. Í morgun skaut svo fjögurra ára drengur tveggja ára systur sína.

Drengurinn sem særðist í fyrri árásinni var fluttur með flugi á sjúkrahús með skotsár á maga. Hann undirgekkst aðgerð og talið er að hann muni ná sér. Bræðurnir voru í heimsókn ásamt föður sínum hjá vinafólki þegar þriggja ára drengurinn vaknaði um nóttina og fann byssuna undir rúminu. Fyrir slysni hljóp skot af byssunni og hæfði bróðurinn. „Börn sjá ýmislegt í sjónvarpinu og leika sér með leikfangabyssur. Hinn þriggja ára drengur vissi líklegast ekkert hvað hann var með í höndunum og hafði ekki í huga að meiða bróður sinn," sagði varðstjóri lögreglunnar svæðinu, Ricky Chastain.

Í hinu tilvikinu liggur tveggja ára stúlka þungt haldin á spítala eftir að fjögurra ára bróðir hennar skaut hana á heimili þeirra í Las Vegas. Faðir barnanna var heima þegar slysið átti sér stað.

Lögregla rannsakar nú hvernig drengurinn komst yfir 9 millimetra skammbyssu. Meðan hann handlék byssuna hljóp skot úr byssunni og beint í búk systur hans. Að sögn lögreglu virðist sem byssan hafi ekki verið geymd á öruggum stað og þess vegna hafi drengurinn komist yfir vopnið.

Þessi óhöpp áttu sér stað einungis fimm dögum eftir að fimm ára drengur tók eigin líf með skammbyssu í bifreið föður síns fyrir utan apótek í Las Vegas. Faðir hans hefur verið ákærður fyrir vanrækslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×