Erlent

Hvíta húsið rýmt

Þinghúsið í Washington í Bandaríkjunum var rýmt sem og Hvíta húsið og George Bush, Bandaríkjaforseti fluttur á öruggan stað, er einkaflugvél flaug inn á bannsvæði í borginni í morgun. Hættuástandi var þó aflétt áður en allir höfðu yfirgefið bygginguna og segir í tilkynningu frá þinghúsinu að aldrei hafi hætta verið á ferðum. Herþotur fylgdu flugvélinni frá svæðinu en ekki hafa fengist upplýsingar um hvort flugmaður vélarinnar verður kærður fyrir að hafa flogið inn á bannsvæðið. Flugvélar fljúga inn á svæðið með reglulegu millibili en þær geta átt það á hættu að verða skotnar niður, hlýði flugmennirnir ekki fyrirmælum hersins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×