Erlent

Ráðist gegn mýrarköldu

George W. Bush Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að ríkisstjórn sín myndi á næstu árum verja jafngildi 78 milljarða íslenskra króna til að berjast gegn malaríu. Yfir ein milljón íbúa jarðar deyr árlega úr veikinni og er stór hluti þeirra börn. Vonast er til að með fénu megi fækka dauðsföllum um helming árið 2010. Auk þess verður 26 milljörðum króna varið til menntunar afrískra stúlkna og jafnframt er áformað að leggja ríflega 300 milljónir í að bæta stöðu kvenna sem orðið hafa fyrir ofbeldi. Yfirlýsingin kemur í aðdraganda fundar átta helstu iðnríkja heims en hann verður haldinn í næstu viku í Skotlandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×