Erlent

Dregið úr ofbeldi í Guantanamo

Yfirmaður í Guantanamo fangelsinu á Kúbu, sagði í gær að aðeins lítill hluti starfsmanna fangelsisins hefði komið illa fram við fangana. Hann sagði að af þeim þúsundum yfirheyrslna sem þar hafi farið fram, sé í raun aðeins hægt að tala um tíu skipti sem fangar hefðu verið beittir ofbeldi. Mikið hefur verið deilt um að undanförnu hvort loka eigi fangelsinu en Bandaríkin hafa verið harðlega gagnrýnd af þjóðum heimsins vegna þeirra mála sem þar hafa komið upp. Demókratar segjast ekki efast um að misrétti gagnvart föngunum sé meira en yfirmaður fangelsisins gefur upp og vilja láta loka fangelsinu. Þeir segja ímynd Bandaríkjanna hafa beðið hnekki vegna Íraksmálsins og mikilvægt sé að styrkja samband Bandaríkjanna við umheiminn á ný.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×