Erlent

Kona vígir sig til prests

Frönsk kona tók þá áhættu á að verða gerð útlæg úr kaþólsku kirkjunni með því að vígja sjálfa sig til prests. Genevieve Beney og nokkrar aðrar konur héldu litla athöfn á báti í þeim tilgangi að draga athygli að reglu kaþólsku kirkjunnar að banna konum að vera prestar. Vatíkanið hefur ekki látið skoðun sína á athæfi konunnar í ljós en hefur þó tekið það skírt fram að enginn grundvöllur sé fyrir því að íhuga að leyfa konum að gerast prestar. Beney telur að tími sé kominn til þess að kirkjan breyti reglunum. "Við lítum á okkur sem kaþólskar konur en við erum ekki sammála þessum reglum sem banna konum að gerast prestar," sagði hún.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×