RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. ágúst 2025 23:31 Eiríkur Rögnvaldsson er prófessor emerítus í íslenskri málfræði. Vísir/Samsett Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, segir Ríkisútvarpið ekki bara grafa undan íslenskunni heldur einnig undan eigin tilvist með því að birta auglýsingu Sýnar. Um er að ræða auglýsingu þar sem vakin er athygli á útsendingu Sýnar á leikjum í ensku úrvalsdeildinni en hún hefst á orðunum „Here it is. The Premier League is back!“ Allt tal í auglýsingunni er á ensku og eina íslenskan í henni kemur fram á textaspjaldi í lok auglýsingarinnar. Eiríkur Rögnvaldsson skrifaði grein í dag þar sem hann segir auglýsinguna ganga í berhögg við lög og málstefnu Ríkisútvarpsins. Hann hafi einnig skrifað Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra bréf í þeirri von að Ríkisútvarpið birti ekki auglýsinguna aftur í sömu mynd. Áhyggjuefni og óskiljanlegt Í grein sinni segir Eiríkur að auglýsingin samræmist engan veginn sjöttu grein laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu en þau kveða meðal annars á um að auglýsingar sem höfða eigi til íslenskra neytenda skuli vera á íslensku. Ekki nóg með það heldur segir Eiríkur auglýsinguna jafnframt „skýlaust brot“ á grein 7.5 í málstefnu Ríkisútvarpsins þar sem segir að auglýsingar skuli almennt vera á íslensku en að heimilt sé að erlendir söngtextar séu hluti auglýsingar. Erlent tal í auglýsingum sé heimilt ef sérstök ástæða sé fyrir því en að því skuli fylgja þýðing. „Það er áhyggjuefni og raunar óskiljanlegt að svona augljóst brot á lögum og málstefnu skuli komast í gegn hjá auglýsingadeild Ríkisútvarpsins og ég vonast til að það séu mistök en ekki „einbeittur brotavilji“ sem liggi þar að baki,“ segir Eiríkur. Í augljósri andstöðu við lög Hann segir að auðvelt væri að setja íslenskan texta við auglýsinuna svo hún samræmist lögum og málstefnu Ríkisútvarpsins. Verði hún birt áfram óbreytt verði málstefnan orðið að marklausu plaggi. „Þótt einhverjum kunni að virðast það sparðatíningur að fetta fingur út í eina auglýsingu á ensku, og birting umræddrar auglýsingar sé vonandi mistök eins og áður segir, er það í sjálfu sér grafalvarlegt að slík mistök skuli gerð og er lýsandi dæmi um það hversu sljó við erum orðin gagnvart enskunni í umhverfinu,“ skrifar Eiríkur. Hann segir meira hanga á spýtunni. „Samkvæmt fyrstu grein laga um Ríkisútvarpið nr. 23/2013 er eitt meginhlutverk þess að „leggja rækt við íslenska tungu“, og til þessa hlutverks er oft vísað til þess að rökstyðja og réttlæta tilvist ríkisrekins fjölmiðils. Með því að birta auglýsingu á ensku í augljósri andstöðu við bæði lög og eigin málstefnu er Ríkisútvarpið því ekki eingöngu að grafa undan íslenskunni, heldur einnig undan eigin tilvist.“ Uppfært 18. ágúst klukkan 14:08 Auglýsingin hefur verið tekin úr birtingu hjá RÚV. Vísir er í eigu Sýnar. Ríkisútvarpið Sýn Auglýsinga- og markaðsmál Íslensk tunga Fjölmiðlar Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Um er að ræða auglýsingu þar sem vakin er athygli á útsendingu Sýnar á leikjum í ensku úrvalsdeildinni en hún hefst á orðunum „Here it is. The Premier League is back!“ Allt tal í auglýsingunni er á ensku og eina íslenskan í henni kemur fram á textaspjaldi í lok auglýsingarinnar. Eiríkur Rögnvaldsson skrifaði grein í dag þar sem hann segir auglýsinguna ganga í berhögg við lög og málstefnu Ríkisútvarpsins. Hann hafi einnig skrifað Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra bréf í þeirri von að Ríkisútvarpið birti ekki auglýsinguna aftur í sömu mynd. Áhyggjuefni og óskiljanlegt Í grein sinni segir Eiríkur að auglýsingin samræmist engan veginn sjöttu grein laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu en þau kveða meðal annars á um að auglýsingar sem höfða eigi til íslenskra neytenda skuli vera á íslensku. Ekki nóg með það heldur segir Eiríkur auglýsinguna jafnframt „skýlaust brot“ á grein 7.5 í málstefnu Ríkisútvarpsins þar sem segir að auglýsingar skuli almennt vera á íslensku en að heimilt sé að erlendir söngtextar séu hluti auglýsingar. Erlent tal í auglýsingum sé heimilt ef sérstök ástæða sé fyrir því en að því skuli fylgja þýðing. „Það er áhyggjuefni og raunar óskiljanlegt að svona augljóst brot á lögum og málstefnu skuli komast í gegn hjá auglýsingadeild Ríkisútvarpsins og ég vonast til að það séu mistök en ekki „einbeittur brotavilji“ sem liggi þar að baki,“ segir Eiríkur. Í augljósri andstöðu við lög Hann segir að auðvelt væri að setja íslenskan texta við auglýsinuna svo hún samræmist lögum og málstefnu Ríkisútvarpsins. Verði hún birt áfram óbreytt verði málstefnan orðið að marklausu plaggi. „Þótt einhverjum kunni að virðast það sparðatíningur að fetta fingur út í eina auglýsingu á ensku, og birting umræddrar auglýsingar sé vonandi mistök eins og áður segir, er það í sjálfu sér grafalvarlegt að slík mistök skuli gerð og er lýsandi dæmi um það hversu sljó við erum orðin gagnvart enskunni í umhverfinu,“ skrifar Eiríkur. Hann segir meira hanga á spýtunni. „Samkvæmt fyrstu grein laga um Ríkisútvarpið nr. 23/2013 er eitt meginhlutverk þess að „leggja rækt við íslenska tungu“, og til þessa hlutverks er oft vísað til þess að rökstyðja og réttlæta tilvist ríkisrekins fjölmiðils. Með því að birta auglýsingu á ensku í augljósri andstöðu við bæði lög og eigin málstefnu er Ríkisútvarpið því ekki eingöngu að grafa undan íslenskunni, heldur einnig undan eigin tilvist.“ Uppfært 18. ágúst klukkan 14:08 Auglýsingin hefur verið tekin úr birtingu hjá RÚV. Vísir er í eigu Sýnar.
Ríkisútvarpið Sýn Auglýsinga- og markaðsmál Íslensk tunga Fjölmiðlar Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira