Fleiri fréttir

Sautján hermanna saknað

Óvinveitt skot er talið hafa valdið því að bandarísk þyrla hrapaði til jarðar í austurhluta Afganistan, ef marka má fréttir frá bandaríska hernum. Sautján hermenn voru um borð í þyrlunni sem var að flytja þá yfir mikla fjallgarða til að berjast gegn meðlimum al-Kaída samtakanna. Ekkert er vitað um afdrif hermannanna.

Öruggasti skýjakjúfur í heimi

Frelsisturninn sem rísa á í stað Tvíburaturnanna sem hrundu til grunna í New York 11. september 2001 hefur tekið miklum breytingum frá því sem upphaflega var lagt upp með. Þar sem fyrstu hugmyndir þóttu ekki uppfylla kröfur sem gerðar voru til öryggis var hann hannaður upp á nýtt og á að vera sterkbyggðasti og öruggasti skýjakljúfur í heimi.

Schröder leitar trausts

Gerhard Schröder boðaði ríkisstjórn sína á fund í dag til að greina ráðherrum frá því hvers vegna hann hygðist leita traustsyfirlýsingar frá þinginu á föstudaginn. Áformin hafa raunar legið fyrir um hríð, en Schröder hefur hins vegar ekki viljað greina frá ástæðu þess að hann leitar traustsyfirlýsingarinnar.

Elsta kona heims 115 ára

Elsta kona í heimi hélt upp á afmælið sitt í dag. Hendrikje van Andel-Schipper fæddist í Hollandi þennan dag árið 1890, og er því hundrað og fimmtán ára gömul. Það ótrúlega er að hún hefur alla ævi verið frekar heilsutæp og gat ekki gengið í skóla af þessum sökum.

Tengdi Írak og ellefta september

George W. Bush var ómyrkur í máli í þjóðarávarpi sínu í fyrrinótt. Hann sagði að innrásin í Írak væri lykilatriði í stríðinu gegn hryðjuverkum og engin áform væru um að kalla herlið Bandaríkjamanna heim.

Vítahringurinn í Írak

Ári eftir að hernámsliðið færði Írökum fullveldi sitt á nýjan leik virðist lítið hafa þokast í friðarátt. Þeir sem réðust inn í landið á sínum tíma eru í erfiðri klemmu: Mun ástandið í landinu lagast ef herliðið verður kallað heim?

Efndu til illinda við hermenn

Til átaka kom á milli öfgafullra gyðinga sem leggjast gegn brottflutningi landnema af Gaza-ströndinni, ísraelskra hermanna og Palestínumanna í gær.

Stríðið gegn hryðjuverkum

Það er aðeins eitt stríð í gangi: stríðið gegn hryðjuverkum og einn vígvöllurinn er Írak. Þetta var meginkjarninn í sjónvarpsávarpi Bush Bandaríkjaforseta í gær, þar sem hann tengdi stríðið í Írak og árásirnar á Bandaríkin ellefta september ítrekað saman.

Forsætisráðherrar funda

Biðstaða Evrópusambandsins var eitt af helstu umræðuefnunum á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Danmörku. Danir og Svíar vilja sjá breytingar á fjárlögum ESB, en Norðmenn og Íslendingar standa enn rólegri en áður, utan sambandsins.

Neyðarástand á Ítalíu

"Því er spáð að hitinn geti farið upp í 40 til 45 stig í heitustu borgunum. Það er neyðarástand í landinu, tíu manns hafa þegar látist, en á sunnudaginn lést sextugur Þjóðverji á ströndinni hér í bænum," segir Jóhanna Guðrún Gunnarsdóttir fararstjóri fyrir Úrval- Útsýn á Lido di Jesolo rétt hjá Feneyjum.

Prestur og raðmorðingi

Prestur í Kansas í Bandaríkjunum hefur játað að hafa drepið að minnsta kosti tíu manns á árunum 1974 til 1991. Dennis Rader, sem er fyrrum leiðtogi innan lúthersku kirkjunnar og skátaforingi, játaði í upphafi réttarhalda yfir honum en ástæður morðanna sagði hann tengjast kynferðislegum hugarórum sínum.

Hjónabönd samkynhneigðra

Kanada verður að öllum líkindum þriðja ríkið til að leyfa hjónabönd einstaklinga af sama kyni. Talið er að frumvarp um lögleiðingu hjónabanda samkynhneigðra verði samþykkt á kanadíska þinginu í þessari viku.

Önnur hákarlaárás

Hákarl réðst á unglingspilt við strendur norðvesturhluta Flórída í gær. Drengurinn var fluttur á sjúkrahús en ekki hafa verið gefnar frekari upplýsingar um líðan hans.

EFTA ræðir við Rússland og Úkraínu

Utanríkisráðherrar EFTA-ríkjanna, sem eru Noregur, Sviss, Ísland og Liechtenstein, ákváðu í gær að stefna að fríverslunarviðræðum við Rússland og Úkraínu. Jafnframt var ákveðið að leita í auknum mæli eftir fríverslunarsamningum við stór og mikilvæg viðskiptaríki, án tillits til þess hvort Evrópusambandið ætli að gera fríverslunarsamninga við viðkomandi ríki.

Skothríð á hóp mótmælenda

Lögregla í borginni Samawa í Írak hóf fyrir stundu skothríð á hóp atvinnulausra mótmælenda í borginni. Að sögn Reuters-fréttastofunnar eru um tvö þúsund manns samankomin í borginni til að mótmæla því að enga vinnu sé að hafa hjá lögreglunni.

Útgáfufyrirtæki geta lögsótt

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að útgáfufyrirtæki geti höfðað mál gegn þeim fyrirtækjum sem hvetja viðskiptavini til að stela lögum og kvikmyndum af netinu.

Bandaríkjamenn styðji Þjóðverja

Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, hvetur Bandaríkin til að styðja Þýskaland um að það fái fast sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna en Schröder kom til Washington í gær. Hann segir Þýskaland tilbúið að axla meiri ábyrgð í alþjóðasamfélaginu.

Réttað yfir nauðgurunum að nýju

Hæstiréttur Pakistans hefur ákveðið að réttað verði að nýju yfir mönnunum fjórtán sem tengjast hópnauðgun á Mukhtaran Mai árið 2002. Mai sagðist afar ánægð með ákvörðun hæstaréttar en allir sakborningarnir nema einn höfðu áður verið sýknaðir.

Lögreglumorð í Baghdad

Háttsettur yfirmaður lögreglunnar í Baghdad, höfuðborg Íraks, var skotinn til bana í gærkvöldi.  Colonel Mohammed Shamikh, var drepinn fyrir framan lögreglustöð í borginni en fjölmargir yfirmenn lögreglunnar hafa verið drepnir með þessum hætti að undanförnu.

Myntbreyting í Rúmeníu

Rúmenskum milljónamæringum mun fækka verulega á föstudaginn. Ástæðan hefur þó ekkert með efnahagsástandið að gera, heldur stendur til að taka fjögur núll aftan af gjaldmiðlinum, sem nefnist lei.

Farfuglar smitberar

Fuglaflensan getur hugsanlega borist á milli landa með farfuglum þar sem í Kína er ljóst að farfuglar hafa smitast af þeim staðfuglum sem nú þegar bera smit. Miklar líkur eru á því að þegar líða fer að árlegu flugi farfugla til annarra heimkynna beri þeir smit.

Ár síðan Írakar tóku yfir

Í dag er ár liðið frá því að Írakar tóku við stjórnartaumunum í eigin landi úr höndum Bandaríkjamanna. Ýmislegt hefur áunnist en vandamálin sýnast þó miklu stærri.

Sjóorustan við Trafalgar

Bretar halda upp á það í dag að í ár eru tvö hundruð ár liðin frá sjóorrustunni við Trafalgar, sem markaði upphafið að endalokum hins mikla veldis Napóleons Bónaparte. Margir eru þó óánægðir með framkvæmd hátíðahaldanna.

Ítölsk stjórnvöld vilja CIA burt

Ítalía undirbýr kröfu um að þrettán starfsmenn CIA, bandarísku leyniþjónustunnar, verði dregnir úr landinu. Ástæða þessa er að mennirnir eru sakaðir um að hafa rænt meintum hryðjuverkamanni, Abu Omar, frá Ítalíu og flutt hann til Egyptalands þar sem hann var pyntaður.

Hæstiréttur hnekkir sýknudómi

Hæstiréttur Pakistan hefur hnekkt dómi áfrýjunardómstóls í máli konu sem nauðgað var af hópi fólks og krafist þess að ódæðismennirnir yrðu handteknir.

Kóraninn í klósettið

Sex Pakistanar segjast hafa orðið vitni að vanhelgun Kóransins í fangabúðunum í Guantanamo á Kúbu. Mennirnir halda því fram að við yfirheyrslur í fangelsinu sé traðkað á Kóraninum og hann rifinn í tætlur.

Berri kjörinn þingforseti

Þrátt fyrir að andstæðingar Sýrlandsstjórnar hafi unnið sigur í líbönsku þingkosningunum á dögunum var einn helsti bandamaður Sýrlendinga kjörinn forseti þingsins í gær.

Kjarnasamrunaver til Frakklands

Frakkland hefur verið valið til þess að hýsa kjarnasamrunaofn sem nýta á í tilraunaskyni. Afar vandasamt er að framkalla og stýra kjarnasamruna en skili vinnslan árangri er kominn fram orkugjafi sem talinn er umhverfisvænni en flestar aðrar orkuvinnsluaðferðir.

Segjast ekki styðja uppreisnarmenn

Stjórnvöld í Eretríu neita staðfastlega að þau styðji uppreisnarmenn í hernaði þeirra í nágrannaríkinu Súdan. Súdönsk stjórnvöld kvörtuðu við Sameinuðu þjóðirnar í gær að nágrannarnir í austri veittu skæruliðunum hernaðarlegan stuðning í átökum þeirra við stjórnarher Súdana.

Fjórir létust í flugslysi

Fjórir létust er lítil flugvél hrapaði í sjóinn undan strönd Connecticut í Bandaríkjunum í gær. Í yfirlýsingu strandgæslunnar segir að tveir björgunarbátar hafi verið sendir á slysstað eftir að neyðarkall barst frá annarri vél í nágrenninu.

Auga fyrir auga

Íranskur dómstóll hefur úrskurðað að maður á þrítugsaldri skuli blindaður.

Aldurforsetinn ráðinn af dögum

Í gær var ár liðið síðan Írakar fengu aftur fullveldi sitt eftir innrásina í landið í mars 2003. Engu að síður er þar róstusamt sem aldrei fyrr.

Bygging hrundi í miðborg Porto

Bygging hrundi í miðborg borgarinnar Porto í Portúgal í nótt. Ekki er vitað hvað olli sprengingunni en Rui Rio, borgarstjóri Porto, segist hallast að því að sprengiefni hefði komið við sögu því sprengingin hefði verið of öflug til að geta verið af völdum gas- eða vatnshitara.

Herþyrla brotlenti nærri Bagdad

Bandarísk herþyrla brotlenti norður af Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Aðeins tveir voru um borð í þyrlunni en ekki er enn vitað um afdrif þeirra.

Íraksstríðið í 10-12 ár enn?

Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir 10 til 12 ár geta liðið áður en ró komist á í Írak. Hann staðfesti þó í gær að bandarískir embættismenn í Írak hefðu átt viðræður við leiðtoga uppreisnarmanna í landinu.

Yfir 50 tonn af eiturlyfjum brennd

Lögreglan í Íran brenndi yfir fimmtíu tonn af eiturlyfjum í gær á degi sem Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst sem alþjóðlegan dag gegn eiturlyfjum. Aðallega var um að ræða heróín og ópíum en þó er ekki nákvæmlega vitað hvernig lögreglunni tókst að komast yfir svo mikið af efnum.

Breytt stefna í innflytjendamálum

Hægriflokkurinn Venstre í Danmörku hefur breytt stefnu sinni í innflytjendamálum dálítið. Hann vill ekki fleiri flóttamenn en vill hins vegar að duglegu, vel menntuðu fólki verði gert kleift að koma til landsins.

Hefja plútóníumframleiðslu á ný

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa gefið grænt ljós á plútóníumframleiðslu í fyrsta sinn síðan kalda stríðinu lauk. Dagblaðið <em>New York Times</em> greinir frá því að fyrir dyrum standi að framleiða um hundrað og fimmtíu kíló ef efninu á næstu þrjátíu árum.

Áfrýjar dómi í hópnauðgunarmáli

Mukhtaran Mai, pakistanska konan sem var nauðgað af hópi karlmanna árið 2002 eftir skipun öldungaráðs í þorpinu hennar, áfrýjaði í dag máli sínu til hæstaréttar. Hún segist vonast til að hæstiréttur staðfesti upphaflegan dauðadóm yfir sex mannanna.

Schröder ræðir við Bush

Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, er kominn til Washington til að ræða við George Bush Bandaríkjaforseta um að Þýskaland fái fast sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Fundurinn fer fram í dag en Bandaríkjamenn hafa til þessa hafnað áætlunum Þjóðverja, Japana, Brasilíumanna og Indverja um fast sæti í öryggisráðinu.

Flugskeyti skotið að herþyrlu?

Tveir bandarískir hermenn féllu þegar bandarísk herþyrla brotlenti norður af Baghdad, höfuðborg Íraks í morgun. Vitni segja að flugskeyti hafi verið skotið að vélinni, en það hefur ekki fengist staðfest. Tvímenningarnir voru einir um borð í vélinni.</font />

Yfirgefa ekki Írak í bráð

Flest bendir nú til að Bandaríkjamenn séu ekki á leiðinni frá Írak í bráð. Ibrahim al-Jafaari, forsætisráðherra Íraks sagði í dag útilokað að segja til um hvenær óöldinni í Írak myndi linna og á meðan svo væri færu Bandaríkjamenn ekki neitt.

Milljarðar í fangelsisbyggingar

Fangelsi fyrir rúma þrjá milljarða króna eru að rísa í Írak. Bandaríkjamenn fjármagna gerð fangelsanna sem ætlað er að hýsa þær þúsundir uppreisnarmanna sem búið er að handtaka í landinu.

Bann við boðorðunum tíu

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað um að dómshús skuli héðan af ekki hafa boðorðin tíu til sýnis. Dómshúsin sem um ræddi voru í fylkinu Kentucky og taldi dómurinn að trúarleg merking boðorðanna þar væri svo mikil að hún gengi gegn stjórnarskrárreglu um aðskilnað ríkis og kirkju.

Sjá næstu 50 fréttir