Erlent

G8 kosti afrískan her

Leiðtogar afrísku þróunarsamtakanna ætla að leggja það til við leiðtoga G8-ríkjanna á fundi þeirra í næstu viku að þeir kosti afrískan her. Wiseman Nkuhlu, forseti Nepap, afrísku þróunarsamtakanna, segir nauðsynlegt fyrir Afríku að ákveða sjálf markmið og leiðir til að berjast við fátækt, vanþróun og stríð. Hann leggur til að búnar verði til afrískrar hersveitir sem væru til taks hvenær sem er og myndu verða sendar á átakasvæði til að stilla til friðar þegar kostur gæfist. Hermennirnir yrðu afrískir með bækistöðvar á nokkrum stöðum í álfunni en tilbúnir til að fljúga hvert sem er þegar þörf krefði. Þar að auki leggur Nkuhlu til að settur verði upp sérstakur þróunarsjóður fyrir Afríku sem Afríkumenn sjálfir hafi yfir að segja, því það fari ekki milli mála að tregðulögmálið ríki hjá öllum alþjóðastofnunuum sem eigi að vera að veita milljörðum dollara til Afríku, en gera það ekki því ferlið og skriffinskan er svo mikil. Verðmiðinn á þessum tillögum er ekki gefinn upp, en hann er hár. Þessar tillögur eru fyrir utan allar þær tillögur um niðurfellingu skulda og aukna þróunaraðstoð sem eru þegar á dagskrá fundarins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×