Erlent

Bandaríkjastjórn með fangaskip?

Mjög alvarlegar ásakanir hafa borist hryðjuverkaeftirlitsmönnum Sameinuðu þjóðanna til eyrna, þess efnis að Bandaríkjastjórn haldi stríðsföngum höldnum á skipum á alþjóðlegu hafsvæði. Manfred Nowak hjá Sameinuðu þjóðunum segir ásakanirnar orðróm sem sé þó svo sterkur að rétt sé að kanna málið frekar. Hann bætti því við að talið væri að skipin væru á Indlandshafi. Með því að halda föngum á skipum á alþjóðlegu hafsvæði gætu yfirvöld sniðgengið lög og reglur, beitt harðræði við yfirheyrslur og haldið föngum sem enginn veit til að hafi náðst. Francis Tusa hjá tímaritinu Jane's Intelligence Review segir að talið sé að Bandaríkjamenn noti herstöð sína á Diego Garcia sem bækistöð fyrir fangaskipin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×