Erlent

Engar upplýsingar um fangaskip

Bandarísk stjórnvöld segja að engar upplýsingar séu fyrir hendi sem styðji ásakanir um að Bandaríkin haldi grunuðum hryðjuverkamönnum sem föngum um borð í skipum sínum víðs vegar um höf. Sameinuðu þjóðirnar rannsaka nú ásakanir um að Bandaríkjamenn starfræki leynilegar fangabúðir á skipunum en því er haldið fram að þau séu flest á Indlandshafi. Aðeins er um orðróm að ræða en ekkert bendir til þess að orðrómur þessi eigi við rök að styðjast. Sameinuðu þjóðirnar segja þó málið alvarlegt og beri að skoða betur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×