Erlent

Sjö ungmenni létust í Þýskalandi

Sjö ungmenni létust í Þýskalandi í dag þegar bíll sem þau voru í lenti fyrst á ljósastaur og svo á húsi þegar þau voru á leið heim úr útskriftarveislu. Að sögn lögreglunnar í Bavaria-héraði þar sem slysið átti sér stað er talið að ungmennin, sex piltar og ein stúlka, hafi látist samstundis. Ekki liggur fyrir hver tildrög slyssins voru en hraðakstur er talinn líklegasta skýringin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×