Erlent

Bandarísk herþyrla skotin niður

Bandarísk herþyrla var skotin niður í austurhluta Afganistans í gær. Engar upplýsingar liggja enn fyrir um slys á mönnum en talið er að um tuttugu hermenn hafi verið um borð. Talibanar hafa lýst verknaðinum á hendur sér en í yfirlýsingu frá Bandaríkjaher, segir að þyrlan, sem var af gerðinni Chinook-47, hafi hrapað vestur af borginni Asadabad þegar hún var að flytja aukalið á svæði þar sem bandarískir hermenn eru staddir við aðgerðir gegn hryðjuverkum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×