Erlent

Hótel sprengt í Bagdad

Mildi þykir að enginn lést er sprengjuárás var gerð á Babylon hótelið í miðborg Baghdad, höfuðborgar Íraks í gærkvöldi. Einn særðist í árásinni en þó ekki lífshættulega að því er framkvæmdastjóri hótelsins sagði í samtali við AP-fréttastofuna. Áður hafði heimildamaður í íraska innanríkisráðuneytinu skýrt frá því að um sjálfsmorðssprengju úr bíl hefði verið að ræða. Hann sagði síðar að hugsanlega hefði verið um sprengjuvörpu að ræða eða bílasprengju. Um 12 bílar skemmdust af völdum sprengjunnar en engin samtök hafa lýst verknaðinum á hendur sér.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×