Erlent

Litháenskir sjómenn láta lífið

Tveir Litháenskir sjómenn létu lífið og sá þriðji var hætt kominn, um borð í fiskibáti undan ströndum Karlskrona í Svíþjóð í gærkvöldi. Talið er að banameinið hafi verið að þeir önduðu að sér eitruðum gastegundum frá úldnum fiskleifum í lestinni og leið yfir þá einn af öðrum. Skipstjórinn sendi út neyðarkall og flutti sænska strandgæslan mennina á sjúkrahús, en þá voru tveir látnir en læknum tókst að bjarga þeim þriðja



Fleiri fréttir

Sjá meira


×