Erlent

Enn ein sjálfsmorðsprengjuárásin

Tuttugu manns létu lífið í enn einni sjálfsmorðsprengjuárásinni í Bagdad í morgun. Flestir hinna látnu voru menn sem voru að skrá sig í lögregluna en uppreisnarmenn hafa undanfarið sérstaklega beint spjótum sínum að þeim hópi. Með því vilja þeir hræða menn svo færri þori að skrá sig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×