Erlent

Ahmadinejad með myrka fortíð

Bandaríkjamenn sem haldið var í sendiráði sínu í Teheran í 444 daga fyrir um aldarfjórðungi síðan staðhæfa að nýkjörinn forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, sé einn gíslatökumannanna. George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði í gær að hann tæki þessarar ásakanir alvarlega og þær vektu upp margar spurningar. Ahmadinejad var meðlimur í stúdentahreyfingunni sem hertók sendiráðið 4. nóvember 1979 til að knýja fram framsal Íranskeisara sem Bandaríkjamenn höfðu skotið skjólshúsi yfir eftir klerkabyltinguna sama ár. Talsmaður hans sagði hins vegar í gær að Ahmadinejad hefði sjálfur lagst gegn gíslatökunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×