Erlent

Farfuglar sýktir af fuglaflensu

Fuglaflensufaraldurinn í Norðvestur-Kína reynist alvarlegri en fyrr var ætlað. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna ætla að fimm þúsund farfuglar hafi dáið í Qinghai-héraði. Einnig hafa sérfræðingar miklar áhyggjur af því hvað gerist þegar fuglarnir fara að flytja sig frá svæðinu og hvetja Kínverja til að gera fleiri tilraunir áður en til þess kemur. Kínverjar hafa ekki gripið til þess ráðs að lóga fuglunum, eins og títt er þegar um sýktar dýrategundir er að ræða, vegna þess að um sjaldgæfar tegundir er að ræða sem í sumum tilfellum eru verndaðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×