Erlent

Ungverjar án þjóðarréttar í bili

Skelfingarástand ríkir í Ungverjalandi eftir að yfirvöld fundu og sendu til baka heilt tonn af paprikudufti frá Slóvakíu. Hátt magn eiturefna fannst í kryddinu sem er bráðnauðsynlegt til að elda almennilegt gúllas, þjóðarrétt Ungverjalands. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist því að á síðasta ári voru yfir sextíu tonn af paprikudufti eyðilögð þar sem eiturefni fundust í því. Af þessum sökum hafa Ungverjar átt í mestu erfiðleikum með að útbúa og njóta þjóðarréttarins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×