Erlent

Bandaríkjaher ekki heim í bráð

George Bush, Bandaríkjaforseti, sagði í ræðu sem hann flutti í gærkvöld, að ekki væri hægt að setja dagsetningu á hvenær herlið landsins yrði kallað heim. Þá sagði hann að erfiðir tímar væru framundan í Írak en að þó yrðu ekki fleiri hermenn sendir til landsins. Demókratar hafa gagnrýnt þá ákvörðun Bush harðlega og sagt vandamálið felast í hversu fámennt herliðið er og nauðsynlegt sé að senda fleiri hvort sem þeir komi frá Bandaríkjunum eða annars staðar frá. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur Donald Rumsfeld, varnarmálráðherra Bandaríkjanna, sagt að tíu til tólf ár muni taka að koma á friði í landinu sem er mun lengri tími en gert var ráð fyrir í upphafi stríðs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×