Erlent

Argentísk börn í kröfugöngu

Þótt vandamál Afríku séu í brennidepli nú eru fátæk börn í fleiri álfum sem vilja ekki að þau gleymist. Argentínsk börn fóru í kröfugöngu í gær til að mótmæla hungri og fátækt en í Argentínu deyja tugir barna á dag úr hungri. Þúsundir barna, og fullorðinna raunar líka, gengu um götur höfuðborgarinnar, Buenos Aires, í gær og kröfðust þess að ríkisstjórnin gripi til aðgerða til að útrýma hungri, bæta menntun og ekki síst atvinnumöguleika fyrir foreldra þeirra. 400 börn lögðu af stað þann 20. júní frá Tucuman-héraði en þau gengu síðan í gegnum öll héruð landsins og voru orðin um 20.000 þegar gangan endaði svo fyrir framan þinghúsið í höfuðborginni. Talið er að hátt í tíu milljónir barna í Argentínu lifi í sárri fátækt og tuttugu og eitt prósent íbúa landsins alls.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×