Erlent

Orustunnar við Trafalgar minnst

Skip frá sjóherjum um 30 þjóða söfnuðust saman við suðurströnd Englands í gær, þar sem þess var minnst að 200 ár eru liðin frá orrustunni um Trafalgar. Breski flotinn, undir stjórn Horatio Nelson, flotaforingja, vann sigur á sjóherjum Frakka, undir stjórn Napóleons Bonaparte en stríð þetta batt enda á vonir hans um að ná nokkurn tíma völdum í Bretlandi. Yfir 250 þúsund manns fylgdust með frá höfninni í Portsmouth í gær þegar stríðið var sett á svið, ef svo má að orði komast. Samskipti landanna hafa batnað til muna á síðustu árum, þó svo þjóðarrembingurinn sé ávallt til staðar en deilur þessara þjóða í dag snúast þó enn um völd, það er innan Evrópusambandsins. Dagurinn í gær snérist þó að mestu um Trafalgar og eins og þessar myndir sýna, var ekkert til sparað og tók Englandsdrottning þátt í hátíðarhöldunum sem endaði með glæsilegri flugeldasýningu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×