Erlent

Mótmæli vegna fundar G8 í Edinborg

Íbúar Edinborgar í Skotlandi eru komnir á fullt í undirbúningi - ekki fyrir tónleika, heldur fyrir mótmæli. Live8-tónleikarnir eru haldnir til að minna leiðtoga átta stærstu iðnríkja heims á hlutverk þeirra í baráttunni við fátækt í heiminum. Þrýst er á um aukin framlög til Afríkulanda og niðurfellingu skulda fátækustu ríkja heims. Fulltrúar G8-ríkjanna svokölluðu funda í Edinborg 6.-8. júlí. Verslunareigendur í Edinborg eru þegar farnir að loka búðum sínum og negla fyrir glugga og dyr af ótta við að mótmælin í kringum fundinn fari úr böndunum og einhverjir fari að brjóta og bramla, skemma og eyðileggja, eins og gerst hefur við svipaðar aðstæður. Lögreglan hefur einnig sett upp vegatálma nálægt opinberum byggingum. Og það eru ekki allir íbúarnir hrifnir af látunum. Búist er við að um hundrað og fimmtíu þúsund manns marseri í gegnum Edinborg á laugardaginn kemur undir yfirskriftinni „Látum fátækt heyra sögunni til.“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×