Erlent

Salmonella í Danmörku

Ein kona er látin eftir að hafa veikst af salmonellubakteríunni í Danmörku. Tuttugu aðrir liggja sjúkir eftir að hafa veikst af sömu bakteríu, eftir því sem fram kemur í Jyllands-Posten. Yfirvöld í Danmörku óttast að upp sé kominn alvarlegur salmonellufaraldur en búið er að rekja bakteríuna til svínabús á Fjóni. Faraldurinn gæti hafa hafist fyrir mörgum vikum þótt uppspretta hans hafi ekki fundist fyrr en nú.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×