Erlent

Tuttugu og sex létust

26 létust og 50 slösuðust í sjálfsmorðsárásum í Bagdad og Hillah í Írak í gær. Einn sprengjumannanna sprengdi sig í loft upp í hópi áhorfenda og lögreglu sem hafði safnast saman þar sem annar hafði sprengt sig nokkru áður. Fyrsta sprenginginn varð í Bagdad fyrir utan starfsmiðstöð írösku lögreglunnar. Að minnsta kostu 16 létust og 22 slösuðust. Al-Kaída í Írak lýsti verknaðinum á hendur sér í tilkynningu sem birtist á vefnum. Aðrar sprengingar urðu í Hillah, suður af Bagdad.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×