Erlent

Sjóræningjar tóku hjálpargögn

Skipi sem flytja átti hjálpargögn til Sómalíu hefur verið rænt í Indlandshafi. Um borð í skipinu var matur frá Sameinuðu þjóðunum sem flytja átti til svæðanna sem verst urðu úti í flóðbylgjunni sem skall á ströndum landsins um síðustu jól. Að sögn bandarísku fréttastofunnar CNN var skipið á leiðinni frá kenýsku höfninni Mombasa til Bossaso í Norðaustur-Sómalíu þegar vopnaðir sjóræningjar réðust á það. Tíu manna áhöfn skipsins er óhult en sjóræningjarnir krefjast þess að þeim verði greitt jafnvirði 35 milljóna íslenskra króna í lausnargjald fyrir skipið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×