Erlent

Berja konur til að sýna vald sitt

Svíar berja konurnar sínar til að sýna þeim hver ræður því þeir hafa misst stjórn á þeim utan heimilisins. Þetta segir sendiherra Svía í Brasilíu, Margareta Winberg, áður jafnréttisráðherra, í viðtali við brasilískt vikurit. Ummælin hafa vakið hörð viðbrögð í Svíþjóð og þingmaður stjórnarandstöðunnar hefur krafist útskýringa á hvort sendiherrann tali í eigin nafni eða nafni ríkisstjórnarinnar. Winberg segist ekki hafa rætt sérstaklega um Svía í viðtalinu heldur almennt um viðbrögð karla við bættri stöðu kvenna á vinnumarkaði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×