Erlent

Dauðadómur

Marcus Wesson, 58 ára karlmaður sem fundinn hefur verið sekur um að hafa myrt níu börn sín, var í gær dæmdur til dauða. Wesson, var handtekinn í fyrra eftir að níu lík, öll með samskonar skotsár, fundust á heimili hans í Fresno. Verjendur hans héldu því fram að dóttir hans hafi myrt átta barnanna og síðan framið sjálfsmorð en því trúðu kviðdómendur ekki. Fórnarlömbin voru á aldrinum eins til 25 ára.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×