Erlent

Sprengju plantað á teinunum

Fimm létust og átta særðust þegar sprengja sprakk á lestarteinum í þann mund sem lest átti leið þar hjá í austurhluta Tyrklands í morgun. Hinir látnu eru allir hermenn sem og þrír hinna særðu. Að sögn Reuters-fréttastofunnar voru það skæruliðar á vegum aðskilnaðarsinna Kúrda sem komu sprengjunni fyrir. Einnig var skotið á aðra lest sem kom á vettvang til aðstoðar hinum særðu en ekki liggur fyrir hvort mannskaði hafi orðið í þeirri árás.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×