Fleiri fréttir

Fimm handteknir vegna morðsins

Breska lögreglan hefur handtekið fimm manns vegna morðsins á hinni 14 ára gömlu Danielle Beccan í Nottingham á föstudag. Hún var skotin úr bíl á ferð og hefur morðið vakið mikinn óhug meðal almennings á Bretlandi.

Steingrímur krefst upplýsinga

Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri-grænna krafðist þess á fundi utanríkismálanefndar í gær að íslensk stjórnvöld skýrðu nefndinni frá því hvaða samtöl og eða bréfaskriftir áttu sér stað á milli íslenskra ráðuneyta og erlendra ríkisstjórna áður en ákvörðun var tekin um að Ísland yrði á lista yfir "hinar viljugu þjóðir" sem studdu innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak.

Finninn fljúgandi ákærður

Finninn Matti Nykänen, sigursælasti skíðastökkvari sögunnar, hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps í sumarbústað norður af Helsinki. Skíðastökkvarinn á yfir höfði sér allt að níu ára fangelsi verði hann fundinn sekur.

Ekker saknæmt við dauðsfall

Krufning hefur leitt í ljós að Christer Pettersson, meintur morðingi Olofs Palme, lést af völdum höfuðáverka sem hann hlaut er hann fékk flog að lokinni mikilli áfengisdrykkju og datt á höfuðið.

IRA-maður handtekinn

Lögreglan á Spáni tilkynnti í gær að hún hefði handtekið meðlim Írska lýðveldishersins (IRA) sem eftirlýstur var fyrir sprengjutilræði sem varð breskum herforingja að bana.

Finnar lokuðu vefsvæði skæruliða

Finnsk stjórnvöld lokuðu í gær vefsvæði sem helgað var málstað tsjetsjenskra skæruliða, og uppskáru í kjölfarið hrós frá stjórnvöldum í Moskvu.

Lögregla skaut vinningshafa

Maður sem féll fyrir skotum lögreglu í ólátum sem urðu fyrir utan íþróttaleikvang á sunnudag var einn af þrettán vinningshöfum sem deildu með sér risalottópotti fyrir fjórum árum.

Írar brjóta kvótalög

Grunur leikur á að írskir togarasjómenn brjóti ítrekað lög Evrópusambandsins um fiskveiðikvóta í kjölfar uppljóstrunar frá írskum sjómanni.

Blair afsakar ekki skýrslu

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, neitaði því staðfastlega á breska þinginu í gær að ástæða væri til að bera fram afsökunarbeiðni vegna þess að rangar upplýsingar um vopnaeign Íraka hefðu birst í skýrslu sem yfirvöld studdust við þegar ákveðið var að hefja innrás í Írak.

Afmælishátíð með morðum

Fyrrum hermaður uppreisnarmanna á Haítí skýrði frá því að félagar hans væru vel á veg komnir um að binda endi á ofbeldisverk í höfuðborginni.

Líklega ekki senditæki

Bungan sem sást á bakinu á George Bush Bandaríkjaforseta í kappræðum á dögunum er að líkindum tilkomin vegna lélegs saumaskapar að mati skraddara á Skólavörðustíg. Þeir sem þekkja til hlustunarbúnaðar telja afar ólíklegt að bungan sé senditæki.

Hætta matardreifingu vegna árása

Aukin hætta á árásum í Darfur hafa leitt til þess að Matvælahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur neyðst til þess að fella niður matvæladreifingu í nokkrum hlutum Darfur-héraðs í Súdan.

Takmarka fjölda pílagríma

Ísraelar ætla að takmarka fjölda þeirra múslima sem fá að biðjast fyrir í helgireitnum Haram a-Sharif í Jerúsalem meðan á Ramadan, helgum mánuði múslima, stendur. Einungis 60 þúsund múslimar fá að heimsækja reitinn en venjulega skipta þeir hundruðum þúsunda.

Grófu um 300 manns í fjöldagröf

Talið er að um 300 lík kúrdískra karla, kvenna og barna sé að finna í fjöldagröf sem fannst í norðurhluta Íraks. Fórnarlömbin eru talin vera fólk sem myrt var þegar Saddam Hussein, fyrrum einræðisherra Íraks, fyrirskipaði herferð gegn Kúrdum á árunum 1987 og 1988.

Bandaríkjamenn fá flest verðlaun

Enn einu sinni voru Bandaríkjamenn fjölmennastir í hópi þeirra sem hlutu Nóbelsverðlaun í vísindagreinum. Evrópa hefur dregist langt aftur úr en leitar leiða til að vinna upp forskot Bandaríkjamanna. </font /></b />

Tugir létust í bílslysum

Á annað hundrað manns létust eða slösuðust í umferðarslysum á Spáni frá síðasta föstudegi og fram að miðnætti aðfaranætur miðvikudags. Helgin er ein af mestu ferðahelgum ársins en á þriðjudag minntust Spánverjar þess að Kristófer Kólumbus fann Ameríku og héldu hátíðlegan dag jómfrúarinnar af Pilar.

Alltof fáir hjúkrunarfræðingar

Barnaspítali í Dublin er svo illa haldinn af skorti á hjúkrunarfræðingum að hann hefur tvívegis þurft að fresta hjartaaðgerðum á börnum síðustu daga. Spítalinn sætir rannsókn yfirvalda vegna láts tveggja ára stúlku í júní í fyrra. Hún lést degi eftir að hjartaaðgerð sem hún átti að gangast undir var frestað.

Loftárásir í Fallujah

Að minnsta kosti tveir óbreyttir borgarar féllu í loftárásum Bandaríkjamanna í Fallujah í nótt.  Talsmenn Bandaríkjahers sögðu að árásirnar hefðu verið gerðar hluta borgarinnar Fallujah þar sem hryðjuverkamenn halda til. Árás uppreisnarmanna var einnig gerð nú í morgun á ræðismannaskrifstofu Bandaríkjanna í borginni Basra, engar fregnir eru þó af mannfalli.

Slapp vel úr bílflaki

Það þykir ótrúlegt 17 ára stúlka, Laura Hatch, hafi lifað af að vera föst í bílflaki, illa slösuð, í átta daga. Foreldrar stúlkunnar, sem búsett er í Washington ríki, voru farnir að trúa því að hún væri látin og lögreglan taldi að hún hefði hlaupist á brott. Hún fannst hins vegar í bílflaki sínu, 60 metra ofan í gljúfur.

Kydland þekktur fyrir stefnumótun

Finn E. Kydland, sem deildi í gær Nóbelsverðlaununum í hagfræði með bandarískum starfsbróður, er hvað þekktastur fyrir áherslur sínar á mikilvægi langtíma stefnumótun í ríkisfjármálum, í stað geðþóttaákvarðana stjórnmálamanna á hverjum tíma. Hann er þriðji norðmaðurinn, sem hlýtur hagfræðiverðlaunin á þrjátíu og fimm árum.

Búnaður til kjarnavopna hvarf

Búnaður og hráefni sem hægt hefði verið að nota til að smíða kjarnorkuvopn, hafa horfið í Írak eftir árás bandamanna á landið í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá fulltrúum Sameinuðu Þjóðanna. Heilu byggirnar, sem hýstu búnaðinn, eru horfnar án þess að það hafi verið tilkynnt til samtakanna.

Hópsjálfsmorð rannsökuð

Lögreglan í Japan rannsaknar nú hópsjálfsmorð níu einstaklinga. Um svokallað net-sjálfsmorð er að ræða, þar sem hópur sem kynnist á netinu ákveður að fremja sjálfsmorð saman. Lögreglan segir jafnframt að frá árinu 2003 hafi 34 slík sjálfsmorð komið til þeirra kasta.

Tyrkirnir 10 komnir heim

Tíu tyrkneskir gíslar, sem var sleppt á sunnudag, komu til Bagdad í morgun, frjálsir ferða sinna. Þeir vinna hjá tyrknesku byggingafyrirtæki í írak, sem ætlar að halda starfssemi sinni áfram þrátt fyrir mannránin. Gíslarnir voru vel á sig komnir við komuna til Bagdad.

Lík Bigleys utan við suður-Baghdad

Líki breska gíslsins Kenneths Bigley var komið fyrir rétt utan við suðurhluta Bagdad, segja heimildir Reuters fréttastofunnar meðal uppreisnarmanna í Írak. Líkið hefur ekki fundist. Bigley var hálshöggvin síðastliðinn fimmtudag og myndband af aftökunni sent arabískri sjónvarpsstöð.

Þóttist vera lýtalæknir

Lögreglan í Flórída hefur handtekið eftirlýstan mann sem þóttist vera lýtalæknir og deyfði sjúklinga sína með dýralyfjum og setti brjóst í skálastærð C á karlkyns vaxtaræktarmann, sem hafði óskað eftir stærri brjóstkassa.

Útbúnaður til kjarnavopna horfinn

Útbúnaður til að búa til kjarnavopn hefur horfið frá Írak eftir að innrásin var gerð, segja vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkjamenn hafa lagt ýmsar hömlur á starf eftirlitsmanna frá alþjóðakjarnorkumálastofnuninni í Írak, og verða þeir að treysta á gervihnattamyndir og aðrar heimildir.

11 al-Qaeda liðar hafa horfið

Að minnsta kosti ellefu grunaðir al-Qaida liðar hafa horfið meðan þeir hafa verið í varðhaldi í Bandaríkjunum, og sumir hafa verið pyntaðir, að sögn mannréttindasamtaka.

Kerry heldur forskotinu

John Kerry heldur forskoti sínu á George Bush, samkvæmt nýrri skoðanakönnun CNN sjónvarpsstöðvarinnar, dagblaðsins USA Today og Gallup. Munurinn er þó ekki nema eitt prósent, auk þess sem Bush hefur fleiri kjörmenn á bak við sig samkvæmt könnunum frá því í gær, sem er jú það sem öllu máli skiptir.

Berlusconi ósáttur við ákvörðun

Sylvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, kennir vinstrisinnuðum áróðri um að sínum manni hafi verið hafnað í starf yfirmanns Mannréttindanefndar Evrópusambandsins. Mannréttindanefnd ESB hafnaði naumlega Ítalanum Rocco Buttiglione í starfið í gær og segir Berlusconi að áróðurstríði vinstri manna sé um að kenna.

Bush og Kerry hrósa Reeve

Forsetaframbjóðendurnir George Bush og John Kerry fara báðir fögrum orðum um leikarann Christopher Reeve, sem lést í gær. Bush sagði í gær að ofurmaðurinn fyrrverandi hefði verið tákngervingur hugrekkis, jákvæðni og ákveðni og það væri ekki að ástæðulausu að hann hefði verið fyrirmynd milljóna manna.

Lukashenko vill 3. kjörtímabilið

Hvít-Rússar kjósa nú um það hvort forseti landsins skuli sitja sitt þriðja kjörtímabil. Kosningarnar sjálfar fara fram á sunnudaginn, en þeir íbúar landsins sem ekki eiga heimakvæmt á kjörstað þá kjósa í dag.

Yukos þarf að selja

Yfirvöld í Rússlandi hyggjast fá yfirmenn Yukos olíufyrirtækisins til þess að selja hluta fyrirtækisins svo því reynist unnt að greiða 8 milljarða dollara skuld sína. Ekki hefur fengið staðfest hver kaupandinn verður, en búist er við að hugmyndin sé að koma þeim hluta fyrirtækisins sem seldur verður aftur undir hendur hins opinbera.

Olían enn á uppleið

Metverð á Olíu er í dag, sjötta daginn í röð. Á hádegi var verðið á olífatinu í Bandaríkjunum komið yfir 54 dollara í fyrsta sinn og í Bretlandi kostaði fatið 51 og hálfan dollara á sama tíma. Olíverð hefur hækkað um 66% á heimsmarkaði á þessu ári og er hætt við því að það haldi áfram að hækka á meðan olíuverkfallið í Nígeríu stendur yfir.

Nýr Ormur á MSN

Ormur sem dreifir sér um MSN Messenger skyndiskilaboðaþjónustuna er kominn á kreik og reynir að koma notendum í samband við asískar klámsíður. Ormurinn kallast "Funner"

Bandaríkjamenn sigra í tölvumóti

Bandaríkjamenn fóru með sigur af hólmi á fjórða heimsmeistaramótinu í tölvuleikjum, World Cyber Games, sem haldið var í San Francisco um helgina. Keppt var í "Counter Strike" og Team 3-D frá Bandaríkjunum vann úrslitaviðureignina við liðið Titans frá Danmörku. Verðlaunaféð nam 50 þúsund dölum.

Ísland frjálsast og ríkast

Íslendingar eru frjálsasta og ríkasta fólk í heimi, af því þeir skilja að smátt er fagurt og hafa staðið fyrir utan Evrópusambandið, segir breski Evrópuþingmaðurinn Daniel Hannan. Daniel Hannan er fyrrverandi ráðgjafi Michaels Howard, leiðtoga breska íhaldsflokksins, og einn leiðarahöfunda stórblaðsins Daily Telegraph.

Tyrkirnir 10 látnir lausir

Tíu tyrkneskir gíslar sem voru í haldi andspyrnumanna í Írak voru látnir lausir í dag. Að minnsta kosti þrjátíu og þrír erlendir gíslar hafa verið myrtir í Írak á síðustu sex mánuðum. Gíslarnir tíu hafa verið í haldi mannræningja í 38 daga, sem hótuðu að taka þá af lífi ef byggingafyrirtækið sem þeir vinna hjá hætti ekki starfsemi í Írak.

Hópsjálfsmorð skipulagt á netinu

Níu manns hafa fundist látnir í Japan, eftir það sem virðist vera hópsjálfsmorð, skipulagt á Netinu. Sjálfsmorðstíðni í Japan er með því hæsta sem gerist í heiminum. Í Japan er að finna fjöldan allan af vefsíðum fyrir fólk í sjálfsmorðshugleiðingum. Talið er að fólkið hafi kynnst í gegnum slíka síðu.

Fjöldasjálfsmorð í Japan

Níu ungir Japanar frömdu sjálfsmorð eftir að hafa kynnts á sjálfsmorðssíðu á Netinu. Þrýst er á japönsk yfirvöld að loka slíkum síðum. Ríflega 34 þúsund Japanar frömdu sjálfsmorð í fyrra.

Lofa að smíða ekki kjarnavopn

Íranar hétu Evrópuþjóðum því í gær að ef Evrópubúar létu þá í friði varðandi framleiðslu á kjarnorku myndu þeir lofa því að smíða ekki kjarnorkusprengju. Evrópsk og bandarísk yfirvöld veltu því fyrir sér hvort fara mætti aðra leið, hvort réttast væri að greiða Írönum fyrir að hætta framleiðslu á kjarnorku.

Geislavirkni minnkar

Geislavirkni á norðurskautssvæðinu fer nú minnkandi, mörgum árum eftir að Sovétmenn hættu að stunda kjarnorkutilraunir ofanjarðar og kjarnorkuslysið varð í Tsjernóbyl 1986.

Afríka illa rekin

Afríkubúar gáfu ríkisstjórnum í 28 löndum heimsálfunnar slæma einkunn í opinberum rekstri í könnun sem gerð var meðal 50 þúsund fjölskyldna og tvö þúsund sérfræðinga. Könnunin var unnin fyrir tilstuðlan Sameinuðu þjóðanna og er sú fyrsta sinnar tegundar.

Samskiptin versna ef Bush vinnur

Hætt er við því að samskiptin milli Evrópu og Bandaríkjanna versni enn, verði Bush endurkjörinn forseti Bandaríkjanna. Á hinn bóginn myndi kosning Kerrys geta bætt andrúmsloftið til muna. Þetta segir franskur blaðamaður og háskólakennari, sem staddur er hér á landi.

40 dagar liðnir

Í dag lauk formlegu fjörtíu daga sorgartímabili vegna fórnarlamba hryðjuverkanna í barnaskólanum í Beslan í Rússlandi. Óttast er að átök kunni að blossa upp í bænum í kjölfarið. 340 létust í hryðjuverkunum, þar af helmingurinn börn. Í dagv var þögn í Beslan til þess að minnast atburðanna, kerti mátti víða sjá og blóm voru lögð í skólastofur.

Innrásin ýtti undir hryðjuverk

Innrásin í Írak gróf undan stríðinu gegn hryðjuverkum og ýtti undir uppgang margra hryðjuverkahópa. Þetta er niðurstaða Jaffee-herfræðistofnunarinnar við Tel Aviv-háskóla í Ísrael. Stofnunin er ein helsta hugmyndaveita Ísraela í varnarmálum.

Sjá næstu 50 fréttir