Erlent

Finninn fljúgandi ákærður

Finninn Matti Nykänen, sigursælasti skíðastökkvari sögunnar, hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps í sumarbústað norður af Helsinki. Skíðastökkvarinn á yfir höfði sér allt að níu ára fangelsi verði hann fundinn sekur. Er Nykänen, sem gekk undir nafninu Finninn fljúgandi, grunaður um að hafa lagt til 57 ára gamals kunningja síns með hnífi. Kunningi Nykänens hlaut ekki alvarleg sár af stungunni. Nykänen var í mars síðastliðnum dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi í mars fyrir að misþyrma og ógna konu sinni með hnífi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×