Erlent

Fimm handteknir vegna morðsins

Breska lögreglan hefur handtekið fimm manns vegna morðsins á hinni 14 ára gömlu Danielle Beccan í Nottingham á föstudag. Hún var skotin úr bíl á ferð og hefur morðið vakið mikinn óhug meðal almennings á Bretlandi. Beccan var á leið heim af skemmtun ásamt nokkrum vinum sínum þegar bifreið var ekið upp að krökkunum, byssu stungið út um einn gluggann og skothríð svo hafist sem aðeins stúlkan varð fyrir. Beccan og vinir hennar eru ekki sögð hafa átt neitt sökótt við glæpagengi eða aðra aðila og morðið því algjörlega handahófskennt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×