Erlent

Írar brjóta kvótalög

Sjávarútvegsráðherra Íra, Noel Dempsey, skipaði fyrir um það í gær að rannsókn yrði látin fara fram. "Það væri stóralvarlegt mál fyrir landið að hafa á sér þann stimpil að við förum ekki eftir lögum sambandsins," sagði Dempsey. "Það væri stóralvarlegt fyrir skattgreiðendur, enda eru það þeir að lokum sem munu þurfa að borga brúsann," sagði hann Sjómaðurinn, Pat Cannon, sagði í bréfi til sjávarútvegsráðuneytisins, sem sent var 26. júlí, að hann hefði sannanir fyrir því að nær daglega væri veitt meira magn en reglugerðir Evrópusambandsins gerðu ráð fyrir. Hann sagðist geta sýnt fram á fölsuð gögn sem notuð hefðu verið til þess að láta líta svo út sem veiðar færu fram innan kvótamarka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×