Erlent

Takmarka fjölda pílagríma

Ísraelar ætla að takmarka fjölda þeirra múslima sem fá að biðjast fyrir í helgireitnum Haram a-Sharif í Jerúsalem meðan á Ramadan, helgum mánuði múslima, stendur. Einungis 60 þúsund múslimar fá að heimsækja reitinn en venjulega skipta þeir hundruðum þúsunda. Lögregla og Forngripastofnun Ísraels segja ekki hættandi á að hleypa fleirum að fyrr en endurbætur hafa farið fram á Haram a-Sharif. Þessu hafa forystumenn múslima andmælt og segja enga hættu á ferðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×