Erlent

IRA-maður handtekinn

Lögreglan á Spáni tilkynnti í gær að hún hefði handtekið meðlim Írska lýðveldishersins (IRA) sem eftirlýstur var fyrir sprengjutilræði sem varð breskum herforingja að bana. Norður-Írinn Gerard G. Rogan var handtekinn í fyrrakvöld á ferðamannastaðnum Tenerife á Kanaríeyjum. Hann er grunaður um að hafa staðið að sprengjutilræði skammt frá Belfast árið 1996. Ári eftir tilræðið lýsti IRA yfir vopnhléi. Rogan verður leiddur fyrir dómara í Madríd og líklegt er að hann verði framseldur til Bretlands.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×