Erlent

Alltof fáir hjúkrunarfræðingar

Barnaspítali í Dublin er svo illa haldinn af skorti á hjúkrunarfræðingum að hann hefur tvívegis þurft að fresta hjartaaðgerðum á börnum síðustu daga. Spítalinn sætir rannsókn yfirvalda vegna láts tveggja ára stúlku í júní í fyrra. Hún lést degi eftir að hjartaaðgerð sem hún átti að gangast undir var frestað. Skortur á hjúkrunarfræðingum er ekki bundinn við barnaspítalann í Dublin. Gagnrýnt hefur verið að hjúkrunarfræðingar fái lítið borgað og því hefur þurft að sækja fleiri þúsund hjúkrunarfræðinga til láglaunalanda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×