Erlent

Finnar lokuðu vefsvæði skæruliða

Finnsk stjórnvöld lokuðu í gær vefsvæði sem helgað var málstað tsjetsjenskra skæruliða, og uppskáru í kjölfarið hrós frá stjórnvöldum í Moskvu. Vefurinn hafði áður verið vistaður í Litháen en stjórnvöld þar lokuðu honum eftir þrýsting frá Rússum. "Við metum það mikils hversu skjótt finnsk stjórnvöld brugðust við," sagði í yfirlýsingu frá rússneska utanríkisráðuneytinu í gær. Þar kom jafnframt fram að rússnesk stjórnvöld myndu áfram reyna að koma í veg fyrir að hryðjuverkmenn notuðu slík vefsvæði til að koma áróðri sínum á framfæri.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×