Erlent

Lögregla skaut vinningshafa

Maður sem féll fyrir skotum lögreglu í ólátum sem urðu fyrir utan íþróttaleikvang á sunnudag var einn af þrettán vinningshöfum sem deildu með sér risalottópotti fyrir fjórum árum. Að sögn lögreglu var maðurinn, Rick Camat, vopnaður skammbyssu þegar atvikið átti sér stað. Ættingjar Camats segja að hann hafi einungis skotið upp í loftið til að dreifa mannfjöldanum. Hann hafði notað sinn hlut af rúmlega 600 milljóna króna vinningi til að kaupa hús handa móður sinni og bíla fyrir systkini sín.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×