Erlent

Afmælishátíð með morðum

Ofbeldisverkin hafa þegar kostað að minnsta kosti 46 mannslíf. Hann hótaði því að til átaka gæti komið milli uppreisnarmanna og vopnaðra stuðningsmanna hins brottræka forseta Jean-Bertrand Aristide og friðargæsluliða frá Sameinuðu þjóðunum. Höfuðborgin, Port-au-Prince, hefur logað í illdeilum, með afhöfðunum og skotbardögum, frá því 30. september, er haldið var upp á það að 13 ár höfðu liðið frá því að Aristide var steypt af stóli. Stuðningsmenn Aristide krefjast þess að forsetinn geti snúið aftur, uppreisnarmenn verði afvopnaðir og friðargæsluliðum SÞ verði vísað úr landi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×